13.1.03

Poo-Vodka
Sælir Rugludallar

Ég var um daginn að borða með einhverju fólki hérna, og þar á meðal var Jan, Kanadískur Pólverji sem ég var búinn að minnast á áður. Þetta væru nú varla fréttir nema vegna þess að eftir matinn heimtar Jan að við smökkum heimsins besta vodka, sem hann þóttist eiga til. Ég man ekki lengur hvað hann hét, en hérna kemur sagan um heimsins besta vodka (eða ætti maður að segja "heimsins minnst vonda vodka").

Jan segir að það sé almennur misskilningur að sauðnaut séu útdauð. Þau lifi ennþá á mjög afmörkuðu svæði í Pólandi. Sauðnaut borða mikið og skíta því mikið. Þessi téði skítur, þ.e. sauðnautsskítur er víst mjög góður áburður, og því er grasið á þessu landi þar sem sauðnaut eru mjög frjósamt. Meira að segja er þetta gras frábrugðið grasi annarsstaðar og er kallað Poo-gras (Jan vildi nú samt ekki viðurkenna að þarna væri Poo í merkingunni skítur). Þetta Poo-gras er svo notað til að brugga vodkann.

Það var nú allveg rétt hjá Jan að þessi vodki var bara alls ekkert svo slæmur, það var eiginlega ekkert vont bragð af honum. Eini vodkinn sem ekki þarf að kæla, segir Jan.

kv.
Jens

20.12.02

Bleep bleep, jörðin svarar Sigfried Gemlingzsyni...

17.12.02

Test

10.12.02

Vatn - H20
 • 75% Bandaríkjamanna eru með krónískan ofþurrk. (Á sennilega við helminginn af íbúum jarðar)
 • Hjá 37% Bandaríkjamanna er þorstaskynjunin orðin svo slök að hún er oft túlkuð sem hungur.
 • Jafnvel vægur ofþurrkur getur hægt á brennslukerfi líkamans um 3%.
 • Eitt glas af vatni nægði til að slá alveg á hungurverki seint að kvöldi hjá næstum 100% þátttakenda í könnum hjá Háskóla í Washington.
 • Ónóg neysla af vatni, er í FYRSTA SÆTI yfir það sem veldur þreytu yfir daginn.
 • Niðurstöður úr einni könnun gefa til kynna að drekki fólk 8-10 glös af vatni yfir daginn gæti það létt á bakverkjum og liðaverkjum hjá allt að 80% þeirra sem þjást af þessum verkjum.
 • Ef vatnið í líkamanum minnkar um aðeins 2% getur það valdið lélegu skammtímaminni, erfiðleikum með einfalda stærðfræði og skorti á einbeitingu við lestur á tölvuskjá eða annað prentmál.
 • Að drekka 5 glös af vatni á dag dregur um 45% úr áhættu á krabbameini í þörmum auk þess sem það getur dregið allt að 79% úr áhættu á brjóstkrabba og lækkar áhættu karlmanna á blöðruhálskrabbameini um 50%.

  Drekkur þú nógu mikið af vatni?

  Coca-Cola
 • Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með 10 lítra af kóki í bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.
 • Þú getur sett T-Bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir 2 daga.
 • Til að hreinsa klósettið: Helltu einni dós af kók ofan í klósetið, bíddu í eina klukkustund og sturtaðu svo niður. Sýran í kókinu leysir upp bletti.
 • Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum: Dýfðu krumpuðum álpappír í kók og nuddaðu stuðarann.
 • Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum: Helltu einni dós af kók yfir rafgeymatengslin.
 • Til að losa ryðgaðan bolta (skrúfu). Rennbleyttu tusku með kóki og haltu henni að boltanum í nokkrar mínútur.
 • Til að fjarlægja fitubletti úr fatnaði: Helltu einni dós af kók í þvottavélina bættu við þvottaefni og þvoðu eins og venjulega. Kókið leysir upp fitublettina.
 • Framrúðan á bílnum þínum hreinsast líka vel með kóki.
 • Virka efnið í kók er phosphoric acid (fosfórsýra).
 • Ph-gildið í kók er 2.8. Það getur leyst upp nögl á ca fjórum dögum.
 • Til að flytja Coca-Cola sýrópið (fullan styrk) þurfa vöruflutningabifreiðar að hafa á sér viðvörunarskilti sem einungis eru notuð á bíla sem flytja MJÖG ÆTANDI EFNUM.
 • Dreifingaraðilar Coca-Cola hafa notað gosdrykkinn í um það bil 20 ár til að hreinsa vélarnar í trukkunum hjá sér.

  Langar þig enn í hressandi dós af Coca-Cola?
 • Jólasveinaþraut!

  Á þessari öndvegisslóð er að finna sérdeilis stórkostlegan jólaleik, sem hentar einkar vel fyrir þá sem eru orðnir vanir því að "jaga eins og á þriðja bjór"! Gríðarkímið þegar á líður.
  Markmiðið er að koma í veg fyrir að jóli detti fram af þakinu og er örvatökkunum beitt til þess. Voðalega fínt!

  9.12.02

  Nördafrenzý fyrir framan Nexus!

  Um 100 nördar söfnuðust fyrir framan verslunina Nexus í gær til að freista þess að ná sér í miða á sérstaka forsýningu kvikmyndarinnar The Two Towers þann 12. desember næstkomandi. Mestu nördarnir mættu um kl. 23 á laugardagskvöld, en miðasalan hófst ekki fyrr en kl. 17 í gær (sunnudag).
  Aðspurðir um ástæðu þessa sögðu þeir vera að myndin væri skemmtilegri ef maður sæi hana á undan öðrum. Einnig væri mikilvægt að geta gortað sig af því að vera löngu búinn að sjá myndina þegar almennar sýningar hefjast annan í jólum. Þá ættu þeir sér ekkert líf.
  Í framhaldi af þessu hefur ríkisstjórnin gefið út takmarkað veiðileyfi á hendur áðurnefndum nördum og verður því löglegt að skjóta þá sem vekja máls á myndinni fyrir jól.

  Baggalútur.is

  5.12.02

  Þetta er nú hálf slappt en ég læt það samt flakka svona í tilefni óveðursins sem geysar hér á suð-vesturhorninu í dag.
  Veðrið er ömurlegt, svo ekki sé meira sagt...

  Women's Favorite Jokes

  What's the difference between men and government bonds?
  Bonds mature.

  Why do men like love at first sight?
  It saves them a lot of time.

  How can you tell if a man is happy?
  Who cares?

  Why are men like laxatives?
  They can irritate the crap out of you.

  Why is psychoanalysis quicker for men than for women?
  When it's time to go back to childhood, he's already there.

  Where do you have to go to find a man who is truly into commitment?
  A mental hospital.

  What do you do with a headache?
  You DUMP him!

  Why don't women blink during foreplay?
  They don't have time!

  What is the thinnest book in the world?
  "What men know about women."

  Why does it take 1 million sperm to fertilize one egg?
  Because they won't stop to ask for directions.

  What do electric trains and breasts have in common?
  They're usually intended for children, but it's the men who end up playing with them.

  Why did God create a man before a women?
  You need a rough draft before you have a final copy.
  Get ekki ábyrgst að þetta þyki kímið en vonandi finnst einhverjum þetta sniðugt. Þetta er í lengra lagi þannig að vinsamlegast ekki lesa þetta ef þér þykir ekki gaman af útúrsnúningum.

  Playwright Jim Sherman wrote this after Hu Jintao was named chief of the Communist Party in China.
  We take you now to the Oval Office, where president Bush is speaking to his assistant.

 • George: Condi! Nice to see you. What's happening?
 • Condi: Sir, I have the report here about the new leader of China.
 • George: Great. Lay it on me.
 • Condi: Hu is the new leader of China.
 • George: That's what I want to know.
 • Condi: That's what I'm telling you.
 • George: That's what I'm asking you. Who is the new leader of China?
 • Condi: Yes.
 • George: I mean the fellow's name.
 • Condi: Hu.
 • George: The guy in China.
 • Condi: Hu.
 • George: The new leader of China.
 • Condi: Hu.
 • George: The Chinaman!
 • Condi: Hu is leading China.
 • George: Now whaddya' asking me for?
 • Condi: I'm telling you Hu is leading China.
 • George: Well, I'm asking you. Who is leading China?
 • Condi: That's the man's name.
 • George: That's who's name?
 • Condi: Yes.
 • George: Will you or will you not tell me the name of the new leader of China?
 • Condi: Yes, sir.
 • George: Yassir? Yassir Arafat is in China? I thought he was in the Middle East.
 • Condi: That's correct.
 • George: Then who is in China?
 • Condi: Yes, sir.
 • George: Yassir is in China?
 • Condi: No, sir.
 • George: Then who is?
 • Condi: Yes, sir.
 • George: Yassir?
 • Condi: No, sir.
 • George: Look, Condi. I need to know the name of the new leader of China. Get me the Secretary General of the U.N. on the phone.
 • Condi: Kofi?
 • George: No, thanks.
 • Condi: You want Kofi?
 • George: No.
 • Condi: You don't want Kofi.
 • George: No. But now that you mention it, I could use a glass of milk. And then get me the U.N.
 • Condi: Yes, sir.
 • George: Not Yassir! The guy at the U.N.
 • Condi: Kofi?
 • George: Milk! Will you please make the call?
 • Condi: And call who?
 • George: Who is the guy at the U.N?
 • Condi: Hu is the guy in China.
 • George: Will you stay out of China?!
 • Condi: Yes, sir.
 • George: And stay out of the Middle East! Just get me the guy at the U.N.
 • Condi: Kofi.
 • George: All right! With cream and two sugars. Now get on the phone.
  (Condi picks up the phone.)
 • Condi: Rice, here.
 • George: Rice? Good idea. And a couple of egg rolls, too. Maybe we should send some to the guy in China. And the Middle East. Can you get Chinese food in the Middle East?
 • Uglan

  Fuglinn sem ég ætla að skrifa um er ugla.
  Ég veit ekki mikið um uglur þannig að ég ætla skrifa um leðurblöku. Kýrin er spendýr.
  Hún hefur sex hliðar þ.e. hægri hlið, vinstri hlið efri hlið og neðri hlið.
  Að aftan hefur hún halann sem burstinn hangir í. Með burstanum fælir hún flugurnar í burtu svo þær komist ekki í mjólkina.
  Höfuðið er til þess að hornin geti vaxið og að munnurinn geti verið einhversstaðar. Hornin eru til þess að stanga með en munnurinn til að borða með.
  Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur bara og kemur, alveg endalaust. Hvernig kúin gerir þetta hef ég ekki ennþá komist að en hún getur búið til meira og meira.
  Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lyktin af þeim finnst mjög langtlangt í burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu.
  Karlmannskýr eru kölluð naut. Þau eru ekki spendýr.
  Kýrnar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái nóg. Þegar þær eru svangar þá baula þær en þegar þær segja ekki neitt þá er það vegna þess að þær eru pakksaddar.

  Eftir stúlku í fimmta bekk


  3.12.02

  Life could always be worse!

  The next time you're having a bad day, imagine this:

  • You're a Siamese twin.
  • Your brother, attached at your shoulder, is gay.
  • You're not.
  • He has a date coming over today.
  • But you only have one ass!
  • Feel better?
  Kúl ég er búinn að fatta hvernig maður gerir BOLD í þessu!

  Hér er smá úrdráttur úr bréfi sem ég skrifaði Dávíði, og mér fannst sjálfsagt að klína því hérna líka

  Ég er ennþá atvinnulaus, hangi heima flesta daga og fer kannski að klifra eða eitthvað. Það eru voðalega fínir klifursalir hérna. Við búum líka í sama húsi og fullt af útlendingum, þ.a. það er ansi skemmtilegt og fjölþjóðlegt kommúnuandrúmsloft hérna. Það eru tveir moldavar hérna sem eru pottþétt rússneskir mafíósar. Þar sem að moldavía á ekki landamæri að rússlandi, þá grunaði mig ekkert fyrst, en þegar maður fór að mæta þeim frammi á gangi í hvítum, hálfgegnsæjum silki náttbuxum og berum að ofan, með vindilinn lafandi í munnvikinu fór okkur að gruna að þeir væru engir venjulegir vodkaþambarar. Svo þegar maður fór að mæta þeim í ökklasíðum dökkum frökkum, vatnsgreiddum með hárið aftur og með dökk sólgleraugu var KGB það fyrsta sem manni datt í hug. En núna þegar KGB er ekkert nema ritskoðaðar síður í sögubókum og mafían ræður logum og lófum í Sovétríkjunum heitnum er enginn vafi á því hvaðan Davíð (Oddsson sko, ekki þú) fékk ölið.

  Marie frá Equador (það er bananalýðveldi í hvítadufts-heimsálfunni) er líka allveg ágæt. Hress stelpa og tekur lífinu mjög létt. Hún er samt svolítill klaufi og gjörn á að brjóta hluti. Með herbergjunum hérna fylgdu eldhúsáhöld, en Marie er að verða búin að brjóta alla diska og glös sem hún fékk. Alltaf þegar maður hittir hana spyr hún mann hvað klukkan er. Þegar maður segir henni það er hún voðalega hissa og blótar svo því hún átti að vera löngu mætt einhversstaðar (oftast í skólann samt). Hún marie á nefnilega enga klukku eftir að hún rústaði vekjaraklukkunni sinni um daginn. Þ.a. núna er hún eiginlega allveg hætt að mæta í skólann og í flest annað. Anna hitti hana á sporvagnastoppistöðinni um daginn og spurði hvert Marie væri að fara. Marie svaraði að hún vissi það eiginlega ekki. Langaði bara að fara eitthvað. Það lýsir henni nokkuð vel.

  Hérna er líka ágætis samsafn af spænskum stelpum og þýskum strákum. Það skapaðist svolítið fyndið andrúmsloft hérna um daginn þegar þriðja spænska stelpan flutti inn, því hún er svaka gella. Þá byrjuðu þýsku stál-eistun að framleiða meiri hormóna, sem var svolítið fyndið. Því í þýskalandi þykir kúl að vera með blátt hár, þ.a. það var reynt ásamt mörgu öðru skondnu til að vinna hylli stúlkunnar. Það var alltaf einhver þjóðverjinn í heimsókn hjá þeim spænsku með einhvert trúðashow. Það endaði svo á því að það var fyrrverandi austurþjóðverji sem landaði laxinum.

  Leigusalinn okkar hérna er frakki => svolítið skrýtinn. Hann er samt hinn rólegasti vísitölumaður miðað við konuna sína. Hún er hið mesta skass og tekur sér aldrei vinsamlegt orð í munn, og eina ástæðan fyrir því að kallinn er ekki löngu skilin við hana er að þau eru búin að vera gift í 40 ár. Þau búa einhversstaðar lengst uppi í fjöllunum sem er hið besta mál. En stundum kemur það fyrir að Skessan kemur til byggða, og þá gista þau í kompu á ganginum okkar. Þá er voðinn vís. Um daginn voru þau hérna og Þjóðverji sem býr í herberginu við hliðina á okkur svaraði í sameiginlega símann frammi á gangi (hann hafði verið að bíða eftir símtali). Þá kemur Grýla á blússandi siglingu eftir ganginum (hún hafði semsagt líka verið að bíða eftir símtali), hleypur stráksa niður og rífur af honum símann. Nokkru seinna fær Þjóðverjinn svo bréf frá leigumiðlun stúdenta (sem sér um úthlutun á þessum herbergjum) og í því stendur að hann hafi ráðist á skessuna og nú verði hann að flytja út innan viku og að skólinn hanns verður látinn vita af þessu.


  Jens

  26.11.02

  Elli kerling ber að dyrum!

  Á þessu herrans ári 2002 eru löglega taldir sem fullorðnir einstaklingar á Íslandi allir þeir sem fæddust árið 1984.
  Þegar þau fæddust kunnir þú að skrifa, lesa, leggja saman, draga frá og hluta af margföldunartöflunni. Þau muna sama og ekkert eftir Reagan tímabilinu og fréttu aldrei af því þegar reynt var að drepa hann. Þau muna heldur ekki eftir leiðtogafundinum sem haldinn var í Höfða og vita fátt um Gorbatsjoff. Þau voru ekki kynþroska þegar Persaflóastríðið hófst. Fyrir þeim hefur sami páfinn verið í Vatikaninu síðan þau fæddust. Þau sungu aldrei "we are the world, we are the children". Þau voru 8 ára þegar Sovétríkin féllu. Þau muna fátt eftir kalda stríðinu og síður eftir Austur- og Vestur Þýskalandi, þó svo að þau hafi heyrt af þeim í sögutímum. Þau eru of ung til þess að muna eftir því þegar Challenger geimflaugin sprakk og munu sennilega aldrei vita hvað Pepsi-áskorunin var. Fyrir þeim hefur AIDS verið til alla ævi. Þau léku sér aldrei með ATARI tölvuleiki, geisladiskurinn kom á markaðinn þegar þau voru ekki orðin eins árs, þau hafa aldrei átt plötuspilara og hafa sennilega aldrei leikið sér með pac-man.. þegar talað er um BETA vídeóspólur hafa þau ekki hugmynd. Star-Wars og Súperman finnast þeim frekar slappar myndir og tæknibrellurnar ömurlegar. Mörg þeirra hafa ekki hugmynd um að einu sinni var ekkert til nema ríkissjónvarpið sem fór í frí á fimmtudögum og í júlí. Þau muna heldur ekki eftir því þegar Rás 2 var eina rásin í útvarpinu fyrir utan Rás 1, og sú eina sem spilaði annað en klassíska tónlist. Þau hafa áræðanlega aldrei hlustað á útvarpssögur eða lög unga fólksins eða óskalög sjúklinga og sjómanna, og Bessi Bjarnason hefur aldrei verið yngri. Fá hafa séð svart-hvítt sjónvarp og þeim finnst fáránlegt að þurfa að hækka og lækka og skipta um stöð án þess að hafa fjarstýringu. Þau fæddust 3 árum eftir að Sony hóf sölu á vasadiskóum og fyrir þeim hafa hjólaskautar alltaf verið línuskautar. Þeim hefur alltafþótt farsímar og PC tölvur vera óskaplega eðlilegir hlutir, ekkert nýtt. Þau hafa ólíklega séð Húsið á sléttunni, Þórð húsvörð í Stundinni okkar og Einu sinni var. Þau hugsa aldrei um "Jaws" þegar þau fara í sjóinn, Michael Jackson hefur alltaf verið hvítur...og hvernig er mögulegt að John Travolta hafi einhverntíman dansað, svona feitur maður! Olavia Newton-John? HVER??!! Þeim finnst lítið fyndið að vitna í Með allt á hreinu, Nýtt líf og Stellu í orlofi. Þau muna ekki hverjir Þorgeir Ástvaldsson, Geiri Sæm og Herbert Guðmundsson eru. Nafnið Hemmi Gunn segir heldur ekki margt. Madonna hefur alltaf verið fræg og nöfn eins og Duran Duran, Wham, Culture club, Thompson twins, Tears for Fears, Rickshaw, Limahl, Terence Trent D´arby, Talking heads og Modern Talking hljóma ekki kunnuglega. Þau muna ekki eftir BMX hjóla tímabilinu og break-dance tímabilinu. Þau hafa ekki hugmynd um hvað Millet úlpur og Don kano voru merkileg fyrirbæri. Þau vita sennilega ekki að strætó var einusinni grænn og að tíkallar og fimmtíukallar voru seðlar. Þau hafa aldrei keypt fimmaurakúlur og muna ekkert eftir því að hafa notað aura. Þau vita ekki hvað Karnabær var og hafa aldrei séð Tommaborgara sem merkilegt fyrirbæri. Þau voru smákrakkar þegar við dönsuðum á Broadway eða Vilta tryllta Villa. Þau hafa alltaf getað pantað mat heim og alltaf verið vön tilveru kreditkorta. Munið kæru vinir að þetta fólk er unga fólkið í dag.
  Merki þess að þú ert farin/n að eldast:
  1. Þegar þú lest þennan texta og brosir.
  2. þegar þú stundar íþróttir og lætur alla vita með miklu stolti.
  3. þegar þú geymir bækur, vatnsglas og vaselín á náttborðinu.
  4. þegar fyllerí og kelerí eru ekki lengur umræðuefni.
  5. þegar börn tala við þig eins og þú talaðir við "fullorðna fólkið" fyrir stuttu.
  6. þegar "fullorðna fólkið" talar við þig eins og jafnaldra.
  7. þegar þú þarft meira hálfan dag til þess að jafna þig eftir vökunótt.
  8. Þegar vinir þínir eru allir giftir.
  9. Þegar litla frændfólkið þitt er farið að sníkja sígarettur eða áfengi.
  10. þegar litla frændfólkið þitt veit meira um tölvur en þú.
  11. þegar þú getur farið á ströndina og eytt heilum degi án þess að fara í sjóinn.
  12. Þegar þú stundar líkamsrækt í fötum sem fela líkamann í stað þess að sýna hann.
  13. Þegar þú vilt frekar hitta vini þína í stað þess að kjafta klukkutímum saman í símann.
  14. Þegar þú veist hvað þú vilt.
  15. þegar þér líst betur á rauðvínskvöld en partý.
  16. þegar þú horfir á fréttir og Kastljós og hefur virkilega áhuga.
  17. þegar þú lest Moggann í heilu lagi og hefur skoðun á næstum öllu.
  18. þegar þú ert aldrei spurð/ur um skilríki
  19. þegar þú og vinir þínir eruð farin að finna grá hár.
  20. þegar þú ákveður að senda þetta bréf til vina sem hafa áreiðanlega gaman af því.
  Lögfræðingar!
  1. Lögfræðingur: Var þetta sama nef og þú braust sem barn?
  2. Lögfræðingur: Segðu mér læknir, er það ekki rétt að í flestum tilfellum sem maður deyr í svefni, þá veit hann ekkert af því fyrr en morguninn eftir?
  3. Lögfræðingur: Og hvað gerðist þá?
   Vitni: Hann sagði við mig: „Ég verð að drepa þig þar sem þú getur borið kennsl á mig. “
   Lögfræðingur: Og drap hann þig?
  4. Lögfræðingur: Varst það þú eða bróðir þinn sem dó í Víetnamstríðinu?
  5. Lögfræðingur: Yngsti sonurinn, þessi tvítugi, hvað er hann gamall?
  6. Lögfræðingur: Varstu einn, eða varstu einn á ferð?
  7. Lögfræðingur: Hversu lengi hefur þú verið franskur Kanadamaður?
  8. Lögfræðingur: Átt þú börn eða eitthvað þess háttar?
  9. Lögfræðingur: Ég sýni þér sönnunargagn 3 og spyr hvort þú þekkir manninn á myndinni.
   Vitni: Þetta er ég.
   Lögfræðingur: Varst þú viðstaddur þegar myndin var tekin?
  10. Lögfræðingur: Varst þú staddur hér í réttarsalnum í morgun þegar þú sórst eiðstafinn?
  11. Lögfræðingur: Segðu mér frú Johnson, hvernig lauk fyrsta hjónabandi þínu?
   Vitni: Með andláti.
   Lögfræðingur: Og hver var það sem dó?
  12. Lögfræðingur: Veist þú hversu langt á leið þú ert kominn núna?
   Vitni: Ég hef verið ólétt í 3 mánuði þann 8. Nóvember.
   Lögfræðingur: Þannig að getnaður hefur átt sér stað þann 8. ágúst?
   Vitni: Já.
   Lögfræðingur: Hvað varst þú að gera þá?
  13. Lögfræðingur: Frú Jones, telur þú að þú sért í tilfinningalegu jafnvægi?
   Vitni: Ég var það.
   Lögfræðingur: Hversu oft hefur þú framið sjálfsmorð?
  14. Lögfræðingur: Svo þú varst í burtu þar til þú komst til baka?
  15. Lögfræðingur: Hún átti þrjú börn, ekki satt?
   Vitni: Já. Lögfræðingur: Hversu mörg þeirra voru drengir?
   Vitni: Ekkert þeirra.
   Lögfræðingur: Voru þetta stúlkubörn?
  16. Lögfræðingur: Þú veist ekki hvað þetta var og þú veist ekki hvernig það leit út, en geturðu lýst því?
  17. Lögfræðingur: Þú segir að stiginn hafi legið niður í kjallara? Vitni: Já.
   Lögfræðingur: Þessi stigi, lá hann einnig upp úr kjallaranum?
  18. Lögfræðingur: Hefur þú búið í þessum bæ alla þína ævi?
   Vitni: Ekki enn.
  19. Lögfræðingur: Manstu nokkurn veginn klukkan hvað þú rannsakaðir lík Hr. Edington?
   Vitni: Það var að kvöldi til. Krufningin hófst um klukkan 8:30.
   Lögfræðingur: Og Hr. Edington var þá látinn, ekki satt?
   Vitni: Nei fíflið þitt, hann lá á skurðarborðinu og velti fyrir sér hvern fjandann ég væri að gera.

  21.11.02

  Við sólhvörf!

  Á þessari slóð gefur að líta tölvulíkan sem sýnir hvar á jörðinni birta er á ákveðnum tímapunkti. Gefur ansi skemmtilega mynd af því hvernig möndulhalli jarðar hefur áhrif á árstíðirnar hjá okkur!

  20.11.02

  Hrikalegt slys í gangi!

  Þetta er rosaleg mynd...
  ...ef þið eruð viðkvæm myndi ég ekki sleppa því að skoða myndina því þetta er mjög sjokkerandi.
  Viðkomandi féll úr mikilli hæð og við fallið rifnaði hann í tvennt og innyflin sulluðust út um allt!
  Sjáið hryllingssvipinn á þeim sem komu að honum!
  Hér er myndin!

  18.11.02

  15.11.02

  Actual School Absence Excuse Notes!

  These are excuse notes from parents (including original spelling) collected by schools from all over the country.

  1. My son is under a doctor's care and should not take P.E. today. Please execute him.

  2. Please excuse Lisa for being absent. She was sick and I had her shot.

  3. Dear School: Please ekscuse John being absent on Jan. 28, 29, 30, 31, 32, and also 33.

  4. Please excuse Gloria from Jim today. She is administrating.

  5. Please excuse Roland from P.E. for a few days. Yesterday he fell out of a tree and misplaced his hip.

  6. John has been absent because he had two teeth taken out of his face.

  7. Carlos was absent yesterday because he was playing football. He was hurt in the growing part.

  8. Megan could not come to school today because she has been bothered by very close veins.

  9. Chris will not be in school cus he has an acre in his side.

  10. Please excuse Ray Friday from school. He has very loose vowels.

  11. Please excuse Pedro from being absent yesterday. He had (diahre) (dyrea) (direathe) the shits. [words in ()'s were crossed out.]

  12. Please excuse Tommy for being absent yesterday. He had diarrhea and his boots leak.

  13. Irving was absent yesterday because he missed his bust.

  14. Please excuse Jimmy for being. It was his father's fault.

  15. I kept Billie home because she had to go Christmas shopping because I don't know what size she wear.

  16. Please excuse Jennifer for missing school yesterday. We forgot to get the Sunday paper off the porch, and when we found it Monday, we thought it was Sunday.

  17. Sally won't be in school a week from Friday. We have to attend her funeral.

  18. My daughter was absent yesterday because she was tired. She spent a weekend with the Marines.

  19. Please excuse Jason for being absent yesterday. He had a cold and could not breed well.

  20. Please excuse Mary for being absent yesterday. She was in bed with gramps.

  21. Gloria was absent yesterday as she was having a gangover.

  22. Please excuse Burma, she has been sick and under the doctor.

  23. Maryann was absent December 11-16, because she had a fever, sore throat, headache and upset stomach. Her sister was also sick, fever and sore throat, her brother had a low grade fever and ached all over. I wasn't the best either, sore throat and fever. There must be something going around, her father even got hot last night.

  24. Please excuse little Jimmy for not being in school yesterday. His father is gone and I could not get him ready because I was in bed with the doctor.

  14.11.02

  Par er að ríða og stelpan stynur:
  "Ertu með riflaðan smokk?"
  Hann svarar að bragði:
  "Nei, þú ert bara svo ljót að ég fæ gæsahúð á tippið!"

  11.11.02

  Stórhættulegur vírus!!!

  Vírusviðvörun!!!!

  Eftir áreiðanlegum heimildum leyfi ég mér að senda þér þessa viðvörun:
  Það er komin nýr vírus í umferð og heitir hann "vinna". Ef þú færð
  vinnu" frá vinum eða kunningjum eða yfirmanni þínum sendan með
  tölvupósti eða á annan hátt, ekki hreyfa við "vinnu" á nokkurn hátt.
  Vírusinn eyðir
  einkalífinu gersamlega!!!

  Taktu jakkann þinn og tvo góða vini og farðu á næsta bar og pantaðu
  þrjá bjóra. Ef þú endurtekur þetta 14 sinnum, kemstu að því að vírusinn
  "vinna" eyðist alveg úr heila þínum.

  Sendu þessa viðvörun til að minnsta kosti 5 nákominna vina og
  kunningja.
  Ef þú kemst að því að þú átt enga 5 vini eða kunningja þýðir það að þú
  ert þegar smitaður af vírusnum "vinna".

  8.11.02

  ALLIR AÐ KJÓSA!!

  Enn er langt í kosningar til (g)alþingis en til að hita upp fyrir það þarf að þjálfa upp kosningaandann.
  Það minnir mann nú svolítið á þegar Gragnarz maðurinn tók Zie Chlunen á beinið og kenndi þeim að krossa skýrt og greinilega við D á kjörseðlinum. Svo fylgdi víst þeirra beintöku að ef þeir yrðu uppvísir að því að kjósa ekki "rétt" þá myndi hinn "eilífi" leigusamningur við Frau Guðríði rennu út meðdesamme.
  Hressandi hmmmm haaaa?

  Nú verða allir sem heimsækja þessa síðu að smella svo sem eins og einu sinni á könnunina hér á spássíunni því örlög Molbúasíðunnar eru í ykkar höndum...
  Endilega að fá sem flesta til að kjósa, hvort sem það er já eða nei!
  Baðherbergiskrísa!

  Konan er að skúra í baðherberginu þegar hún verður fyrir því óláni að detta...og það í splitt. Það er sama hvað hún reynir, hún getur sig hvergi hreyft og öskrar á eiginmanninn sem kemur hlaupandi.
  Hann juðast og tuðast en það er sama hvernig hann lætur, hún er sem límd við gólfið. Loks stynur hann upp:
  Ég verð bara að ná í hann Guðmund hérna á móti." og það verður úr.
  En það er sama sagan, það er ekki nokkur leið að hreyfa hana. Loks stynur Guðmundur upp: "Ég verð bara að hlaupa yfir og sækja sleggju og meitil. Við verðum bara að brjóta flísarnar!!"
  "Ok, segir eiginmaðurinn! Ég fitla þá við brjóstin á henni á meðan!!"
  "Af hverju í ósköpunum?" spyr Guðmundur agndofa.
  "Ja, ég ætla að reyna að bleyta aðeins upp í henni og renna henni fram í eldhús, flísarnar þar eru ódýrari..."

  7.11.02

  James Bond!

  A confident James Bond walks into a bar and takes a seat next to a very attractive woman. He gives her a quick glance, then casually looks at his watch for a moment.
  The women notices this and asks, "Is your date running late?"
  "No," he replies, "Q has just given me this state-of-the-art watch. I was just testing it."
  The intrigued woman says, "A state-of-the-art watch? What's so special about it?"
  Bond explains, "It uses alpha waves to talk to me telepathically."
  The lady says, "What's it telling you now?"
  "Well, it says you're not wearing any knickers....," explained Bond.
  The woman giggles and replies, "Well it must be broken because I am wearing knickers!"
  Bond smiles, taps his watch and says, "Bloody thing's an hour fast!"

  6.11.02

  Smá uppdeit frá Frakklandi

  Í stuttu máli sagt er ekkert búið að gerast hjá okkur síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Reyndar skruppum við í 5 daga til Ítalíu í síðustu viku, fréttum af jarðskjálfta og ákváðum að skella okkur... Neinei, fórum bara í túrhestaferð til Verona og Feneyja, var bara mjög fínt.

  Erum búin að kaupa flugmiða heim í jólafrí, komum 20. des og förum út aftur 6. jan. Vonandi að maður nái að sjá sem flesta.

  Það býr hérna í húsinu kanadamaður sem er allgjör töffari. Hann heiti Jan og er hálfur pólverji. Bjó í póllandi til 6 ára aldurs við kommúnisma, og hann er kommúnisti. Verslar alldrei við ameríska skyndibitastaði og allur sá pakki (manstu Marinó?). Hann er ágætur klettaklifrari og ég er búinn að fara einusinni með honum að klifra. Hann er mikill skíðamaður, og hann var á auglýsingasamning hjá Van´s,
  sem ég hélt að frameiddu bara dissara skó, en þeir eru nú víst með eitthað fleira svona fatnaðadrasl líka. Góður vinur hanns í Kanada er á samning hjá Rossignol og það er víst allgjör snilld. Fullt af skíðum, bindingum, fötum og jú neimitt þegar maður vill. EN þetta væri nú ekkert voða merkilegt nema vegna þess að þeir keppa ekki á skíðum. Gaurinn er eini skíðamaðurinn í Kanada sem er á samning hjá Rossignol og keppir ekki á skíðum. Þeir eru bara í að stökkva og free rideing og að leika sér (tvíbbar). Ég hlakka allavegana til að sjá kauða á skíðum.

  Hvernig gengur svíþjóðarpáskaskíðaferðarundirbúningurinn?

  Er það satt sem maður heyrir hérna í frakklandi að anton sé kominn með kellingu?

  Frakkar eru vitleysingar, ég fer ekki ofan af því (bara að koma þessu að).

  nenni ekki meiru

  Þið megið endilega senda fréttir

  Jens

  p.s. There are only 10 types of people in the world. Those who understand the binary system and those who don't!

  31.10.02

  Svánska flikkar

  Á þessari ágætu síðu er að finna eilítið spé á svánska túngu.
  Gætið þess að lesa hana, því þó hún sé kunnugleg í útliti þá leynir hún á sér.
  Vil ég þó vara menn við því að hún gæti verið tyrfin fyrir þá sem ekki eru vanir því að lesa norðurlandamálin, en það er um að gera að reyna samt...

  29.10.02

  Geimhundur dó eftir nokkra klukkutíma!

  Rússneski hundurinn Laika var fyrsta lífveran, sem send var á sporbaug um jörðu. Var hún send út í geim í nóvember árið 1957 með Spútnik 2 geimfarinu og héldu Rússar því fram að hún hefði lifað um það bil viku á sporbaug.
  Nýjar upplýsingar hafa leitt í ljós að hún dó eftir aðeins nokkurra klukkutíma geimferð sökum ofhitnunar og stress.
  Á fréttavef BBC er að finna ítarlegri grein um geimferðina og fleira...

  28.10.02

  24.10.02


  Baggalútur

  Ja, það verður seint sagt annað en að baggalutur.is er með betri síðum á netinu. Ozzy Lovesporn rakst á þessar kímnu myndir þar í morgun. Fréttirnar sem þeim fylgja má finna á lútnum...  Ellert Loftsson, hvalveiðimaður rennir fyrir hrefnu við Grímsey. Gljúfrageir heldur hér á vélinni og ef grannt er skoðað má sjá Ómar skelfingu lostinn í flugstjórnarklefanum.


  23.10.02

  Nonni litli

  Nonni litli sá bílinn hans pabba síns aka framhjá leikvellinum og inn í skógarjaðrið. Þar sem Nonni er mjög forvitinn drengur, elti hann bílinn og sá pabba og Siggu frænku í ástríðufullum faðmlögum. Nonna litla fannst þetta mjög spennandi og fylgdist með í nokkra stund. Hann gat varla hamið sjálfan sig eftir að heim var komið og byrjaði, mjög æstur, að segja mömmu sinni frá:
  "Mammamamma, égvarútáleikvelliþegarpabbiog..."
  Mamma bað hann um að róa sig aðeins. Hún vildi endilega heyra söguna hjá honum, en hann yrði að tala rólega. Svo Nonni byrjar aftur:
  "Ég var úti á leikvelli og ég sá pabba fara með Siggu frænku í bílnum inn í skóginn. Ég elti þau og hann var að kyssa Siggu frænku, svo hjálpaði hann henni að fara úr pilsinu, svo hjálpaði Sigga pabba að fara úr buxunum, svo lagði Sigga frænka sætin aftur og lagðist, svo lagðist pabbi..."
  Á þessari stundu, stoppaði mamma Nonna hann af og sagði:
  "Nonni minn, þetta er mjög svo áhugaverð saga, hvernig væri að þú geymdir hana þangað til í kvöldmatnum. Mig langar svo til að sjá svipinn á honum pabba þínum þegar þú segir hana í kvöld."
  Við kvöldmatarborðið, biður mamma Nonna litla um að segja þeim söguna. Nonni byrjar að segja frá, lýsir þessu öllu saman mjög vandlega, þegar hann elti bílinn inn í skóg, þegar þau afklæddust, lögðust niður og, síðast en ekki síst þegar pabbi og Sigga frænka gerðu alveg eins og mamma og Halli frændi voru vön að gera þegar pabbi var á sjónum...

  Heilræði daxinz: Stundum væri betra að hlusta á alla söguna, áður en maður grípur fram í...
  Heimski Kani?